Kampus

Húsin okkar

Kampus eru fullbúin hús sem geta nýst sem heilsárshús, sumarhús, gestahús, orlofshús og margt fleira. Kíkið við á Bíldshöfða 3 þar sem við erum með sýningahús í mismunandi stærðum. Sjón er sögu ríkari.

19fm hús

Húsið er 19fm með salerni með verönd. (ekki með eldhúsi)

8.700.000 + vsk
10.788.000 m/vsk
tilvalið fyrir ferðaþjónustuaðila.

Skoða myndband

25fm hús

9.200.000 + vsk
11.408.000 m/vsk
Verönd:  250.000 + vsk

Skoða myndband

35fm hús

10.900.000 + vsk
13.516.000 m/vsk

Skoða myndband 

46fm hús

13.400.000 + vsk

16.616.000 m/vsk

 

Skoða myndband

Ferlið

  • 01
    Ferlið
    Þú sendir fyrirspurn til okkar og við svörum um hæl, þú getur einnig skoðað húsin á Bíldshöfða 3 (Ártúnsbrekku) og þar eru sölumenn sem geta aðstoðað þig.
  • 02
    Hönnun
    Húsin koma að mestu stöðluð en hægt er að gera breytingar eftir þínum þörfum, ef það er eitthvað sem þú vilt breyta læturðu okkur bara vita. Áætlaður smíðatími er ca. 8-10 vikur.
  • 03
    Verð
    Þegar þú hefur hannað húsið eftir þínum þörfum gefum við þér verð. Við erum með föst verð en með breytingum geta verðin breyst lítillega.
  • 04
    Samningur
    Skrifað undir samning og 30% útborgun greidd og smíði húss hefst.
  • 05
    Upplýsingagjöf
    Þú færð reglulega myndir og video af húsinu meðan á smíði stendur ef þú óskar þess 40% greiðsla fer fram við áður en húsið fer af stað úr verksmiðju.
  • 06
    Lokagreiðsla
    30% lokagreiðsla fer fram þegar húsið kemur til landsins og það afhendist á höfninni.
  • 07
    Staðsetning
    Þú keyrir húsið á þann stað þar sem það á að vera og þar verða að vera komnir sökklar eða sökkulbitar.
  • 08
    Uppsetning
    Húsið er svokallað Plug & play og þú færð kranabíl til að hífa húsið á sökkla og tengir vatn og rafmagn við húsið. Uppsetning tekur einungis nokkrar klukkustundir.
01
Hafa samband
02
Hönnun
03
Fá tilboð
04
Senda
05
Staðsetning
06
Loka uppsetning

Almennt

  • Húsin eru heilsárshús  og koma fullbúin í heilu lagi.  Húsin koma svokallað Turnkey eða Plug & play sem þýðir að þau koma fulltúin með öllum innréttingum og tækjum. þú setur niður sökkla og tengir húsið við vatn og rafmagn.
  • Það þarf að fá leyfi fyrir húsunum, við getum komið þér í samband við  arkitekt sem staðsetur húsið fyrir þig á lóðinni og er í sambandi við byggingaryfirvöld á svæðinu gegn vægu gjaldi.
  • Húsin eru lánshæf en þau þurfa að vera komin á endanlegan stað og með fastanúmer til þess.
  • Við erum með standard hús 25fm 35 fm og 46 fm, getum einnig gefið þér verðtilboð í hús ef þú kemur með hugmynd eða teikningar.
  • Húsin eru álklædd og hugsuð sem viðhaldsfrí, einnig er hægt að fá þau viðarklædd eða með þeim klæðningum sem þér hugnast.
  • Húsin taka yfirleitt um 8-10 vikur í framleiðslu en ef óskar heftir hraðari afhendingu þá endilega hafðu samband og við sjáum hvað við getum gert.  Verksmiðjurnar eru afkastamiklar og framleiða um 150 hús á ári.
  • Húsin eru framleidd innandyra við bestu mögulegu aðstæður og síðan flutt fullbúin á staðinn, ekkert rask, og ekkert fer til spillis.
  • Byggingatími er 8-10 vikur, þá á eftir að senda húsið til landsins,  það tekur yfirleitt nokkrar vikur.  Ef þig vantar hús með hraði þá hafdu samband og við sjáum hvað við getum gert.

Tæknilegar upplýsingar

Húsin er timburhús og uppfylla íslenska byggingarreglugerð.

BURÐARVIRKI OG ÚTVEGGIR

Allt burðarvirki hússins er úr timbri. Burðargrind útveggja er úr timburstoðum 150 x50 mm sem stífuð  er með 10 mm OSB plötum að utanverðu og einangruð með 150 mm steinull milli stoða. Innan við steinull er sett rakaperra ,0.2mm þolplast

KLÆÐNING

Álklæðning eða timbur
.

ÞAK

Þak er úr timbursperrum 50 x 225 mm sem er einangrað með 200 mm. steinull  milli sperra.Ofan á sperrurnar eru settur öndunardúkur og  krosslagðir  20 mm. Þakið að endingu klætt með áli.

GÓLF

Gólfið er byggt með gólfbitum sem festir eru við sökkla með tjörupappa milli steins og timburs samkvæmt teikningum verkfræðings.Gólfbitarnir eru klæddir með 25mm samsettum spónarplötum. Milli bitana er sett steinullareinangrun með yfirliggjandi rakasperru. Rakasperran skal vandlega fest saman. Undir einangrun eru OSB plötur og músanet. Gólf er síðan lagt með gólfefnum flísum og parketi.

GLUGGAR

Allir gluggar eru standard PVC gluggar, einnig er hægt að panta álglugga eða tréglugga. Gluggarnir eru 1200 pa (pascal).

INNVEGGIR

Léttir veggir eru úr timburstoðum og klæddir með veggklæðningu úr efni í a.m.k. flokki 2
getur valið um nokkrar tegundir en einnig er hægt að fá gips veggi.

WC OG VOTRÝMI

Í votrýmum eru veggir meðhöndlaðir með myglu- og sveppaþolinni votrýmismálningu eða/og flísalagðir þar sem það á við.

LÝSING

Led lýsing er í öllum rýmum.

INNRÉTTINGAR OG TÆKI

Húsin koma fullbúinn með öllum innréttingum og tækjum. Upphengd salerni, sturta, baðinnrétting og handklæðaofn eru á WC.

ELDHÚS

Fullbúin innrétting ásamt ískáp, helluborði og uppþvottavél.

LAGNIR OG LOFTRÆSTING

Húsið er upphitað með gólfhitalögn. Neysluvatns og þrifalagnir eru plastlagnir.

Hitakútur  er notaður fyrir heitt neysluvatn ef þörf er á og er hann staðsettur við inntak í húsið.

Hitastig á töppunarstöðum er hámark 60°C til 65°C. Í öllum votrýmum eru gólfniðurföll.

Húsið er loftað með náttúrulegri loftræstingu opnun glugga og hurða. Í aflokuðum gluggalausum rýmum og eldhúsum er vélknúin  loftræsting.

HLJÓÐVIST

Hönnun miðast við hljóðflokk c